4.2.2013

Heimsókn forseta Alþingis í breska þingið 5. febrúar

Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, heimsækir breska þingið, þriðjudaginn 5. febrúar 2013, þar sem hún mun eiga fund með John Bercow, forseta neðri málstofu. Jafnframt mun forseti Alþingis eiga fund með hópi breskra þingmanna með sérstök tengsl við Ísland, ásamt því að kynna sér starfsemi þingsins.