22.3.2013

Þing Alþjóðaþingmannasambandsins í Quito 22.-27. mars

128. þing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) er haldið í Quito í Ekvador dagana 22.-27. mars 2013.
Helstu umræðuefni þingsins verða hlutverk þjóðþinga við vernd almennings, sanngjörn viðskipti og nýbreytni við fjármögnun fyrir sjálfbæra þróun og hlutverk fjölmiðla, þ.m.t. samskiptavefja á internetinu, við að stuðla að þátttöku borgaranna og lýðræði. Jafnframt fer fram sérstök umræða um nýjar nálganir og leiðir til að stuðla að sjálfbærri þróun ríkja.

Þingið sækja fyrir hönd Alþingis Þuríður Backman, formaður Íslandsdeildar, Ólöf Nordal og Sigmundur Ernir Rúnarsson.