25.3.2013

Þingmannaráðstefna um sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu ESB 24.-25. mars

Þingmannaráðstefna um sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu ESB fer fram í Dyflinni 24.-25. mars 2013. Ráðstefnan er haldin tvisvar á ári í þeim aðildarríkjum ESB sem fara með sex mánaða formennsku í ráðherraráði sambandsins.

Helstu dagskrármál á ráðstefnunni eru starf ESB að friði, öryggi og þróun í Afríku, friðargæslustarf ESB og hlutverk ESB í friðarferlinu í Miðausturlöndum. Á meðal þeirra sem ávarpa ráðstefnuna eru Catherine Ashton, utanríkismálastjóri ESB, og Eamon Gilmore, utanríkisráðherra Írlands.

Af hálfu utanríkismálanefndar Alþingis sækja ráðstefnuna Árni Þór Sigurðsson formaður, Helgi Hjörvar og Ragnheiður E. Árnadóttir.