9.4.2013

Forseti Alþingis í opinberri heimsókn í Svartfjallalandi 9.-12. apríl

Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, verður í opinberri heimsókn í Svartfjallalandi dagana 9.-12. apríl 2013 í boði Ranko Krivokapić, forseta þjóðþings Svartfjallalands.
 
Hún mun eiga fund með þingforsetanum, utanríkismálanefnd þingsins og Evrópumálanefnd. Þá mun forseti Alþingis hitta að máli Filip Vujanović, forseta Svartfjallalands og eiga fundi með Milo Djukanovik forsætisráðherra og Igor Lukšić utanríkisráðherra.