10.4.2013

Þingfundur Norðurlandaráðs í Stokkhólmi 10.-11. apríl

Þingfundur Norðurlandaráðs og nefndafundir eru haldnir í Stokkhólmi 10.-11. apríl. Af hálfu Íslandsdeildar Norðurlandaráðs taka þátt í fundunum alþingismennirnir Helgi Hjörvar, formaður, Illugi Gunnarsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Siv Friðleifsdóttir. Á þingfundi ráðsins verður að þessu sinni sérstök áhersla á utanríkis-, öryggis- og varnarmál og samfélagsöryggi, með þátttöku norrænna ráðherra og fastanefnda sem hafa þessa málaflokka á sínu starfssviði.