1.7.2013

Heimsókn Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í Alþingishúsið

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsótti Alþingi, þriðjudaginn 2. júlí kl. 10.15. Fyrsti varaforseti Alþingis, Kristján L. Möller, tók á móti Ban Ki-moon sem einnig átti fund með utanríkismálanefnd.
 
Fjölmiðlum var gefinn kostur á myndatöku við upphaf heimsóknar og við upphaf fundar Ban Ki-moon og utanríkismálanefndar.