19.9.2013

Fundur þingmannanefndar um norðurskautsmál í Múrmansk  

Þann 19. september verður haldinn fundur þingmannanefndar um norðurskautsmál í Múrmansk.

Á fundinum verður m.a. rætt um umhverfismál, samgöngur á norðurslóðum, samstarf varðandi menntun og rannsóknir auk stefnu Rússlands í norðurskautsmálum.

Fyrir hönd Alþingis sækir fundinn formaður Íslandsdeildar, Jón Gunnarsson.