7.10.2013

Þing Alþjóðaþingmannasambandsins í Genf 7.-9. október

129. þing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) er haldið í Genf dagana 7.-9. október 2013.
 

Helstu umræðuefni þingsins verða hlutverk þjóðþinga við að stuðla að heimi án kjarnorkuvopna, hlutverk þjóðþinga við vernd réttinda barna og málefni Sameinuðu þjóðanna með áherslu á þúsaldarmarkmiðin. Jafnframt fer fram sérstök umræða um bann við notkun efnavopna og ástandið í Sýrlandi.

Þingið sækja fyrir hönd Alþingis Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður Íslandsdeildar, og Birgitta Jónsdóttir.