18.10.2013

Haustfundur Evrópuráðsþingsins

Haustfundur Evrópuráðsþingsins fór fram dagana 30. september til 4. október síðastliðinn í Strassborg. Meðal dagskrárliða var ástandið í Sýrlandi, togstreitan milli þjóðaröryggis og mannréttinda, auk annarra mála. Af hálfu Íslandsdeildar sóttu þingið Karl Garðarsson, formaður, Unnur Brá Konráðsdóttir og Ögmundur Jónasson, sem öll tóku til máls undir mismunandi dagskrárliðum. Sjá nánari upplýsingar í frásögn af fundinum.