28.10.2013

Forseti Alþingis sækir Norðurlandaráðsþing í Ósló

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, verður við setningu Norðurlandaráðþings í Ósló, 29. október 2013, ásamt öðrum norrænum þingforsetum, þar sem formennskuáætlun Íslands í norræna ráðherraráðinu verður kynnt.

Forseti Alþingis mun einnig sækja fund norrænna þingforseta sem haldinn er í tengslum við þingið. Meðal efnis á fundi er samstarf norrænna þingmanna í alþjóðastarfi, kosningaþátttaka ungmenna á Norðurlöndum, sameiginlegar umræður um norræn málefni í þjóðþingunum, áherslur í norrænu samstarfi og mikilvægi lýðræðislegrar þátttöku almennings.