20.12.2013

Tilnefning til Barna- og unglingabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins 2014

Íslensk dómnefnd Barna- og unglingabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins hefur tilnefnt bókina Tímakistuna eftir Andra Snæ Magnason til verðlaunanna árið 2014.
 

Grænlenska dómnefnd verðlaunanna hefur tilnefnt bókina Nasaq teqqialik piginnaanilik (Töfrakaskeitið) eftir Kathrine Rosing. Dómnefnd Færeyja hefur tilnefnt bókina Flata kanínan eftir Bárð Oskarsson.

Verðlaunin hafa verið veitt annað hvert ár frá árinu 2002 og er nú tilnefnt til þeirra í sjöunda skipti. Þau hljóta barna- eða unglingabók sem þykir bera af öðrum sambærilegum bókum sem gefnar hafa verið út í Færeyjum, Grænlandi eða Íslandi.

Íslensku dómnefndina skipa prófessor Dagný Kristjánsdóttir formaður, Jón Yngvi Jóhansson bókmenntafræðingur og Hildur Ýr Ísberg doktorsnemi.