22.1.2014

Janúarfundir Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn

Janúarfundir Norðurlandaráðs eru haldnir í Kaupmannahöfn dagana 21.-22. janúar. Samhliða janúarfundunum fer fram leiðtogafundur Norðurlandaráðs og Eystrasaltsþingsins. 
 

Fyrir hönd Íslandsdeildar Norðurlandaráðs sækja fundina Höskuldur Þórhallsson formaður, Valgerður Gunnarsdóttir, Elín Hirst, Helgi Hjörvar, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Róbert Marshall og Steingrímur J. Sigfússon.