25.3.2014

Fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins í Reykjavík

Áttundi fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verður haldinn í Hörpu þriðjudaginn 25. mars 2014. Fundurinn hefst kl. 13:30.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mun taka þátt í sérstakri umræðu á fundinum um samskipti Íslands og ESB auk fulltrúa framkvæmdastjórnar og ráðherraráðs ESB. Á fundinum verður einnig rætt um þróun efnahagsmála, sjávarútvegsmál, málefni norðurslóða og framtíð sameiginlegu þingmannanefndarinnar.

Af hálfu Alþingis taka eftirfarandi þingmenn þátt í fundinum: Guðlaugur Þór Þórðarson formaður, Árni Páll Árnason, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Óttarr Proppé, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Willum Þór Þórsson.

Fundurinn er opinn fjölmiðlum.

Nánari upplýsingar um sameiginlegu þingmannanefndina.