30.5.2014

Vorfundur NATO-þingsins

NATO-þingið kemur saman til vorfundar í Vilníus 30. maí til 2. júní 2014.

Á fundinum verða tekin til umræðu málefni sem eru ofarlega á baugi innan Atlantshafsbandalagsins, t.d. aðgerðir NATO í Afganistan og ástandið í Úkraínu. Einnig verður rætt um ástandið í Sýrlandi og baráttuna gegn hryðjuverkum.

Birgir Ármannsson sækir fundinn af hálfu Íslandsdeildar NATO-þingsins.