19.6.2014

Fundur vestnorrænna þingforseta á Grænlandi

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sækir fund vestnorrænna þingforseta í Ilulissat á Grænlandi 20. júní 2014 í boði Lars-Emils Johansens, forseta grænlenska þingsins.

Fundinn sækir einnig Jógvan á Lakjuni, forseti færeyska þingsins. Á dagskrá fundar eru mál sem tengjast samstarfi vestnorrænu þinganna og þau málefni sem efst eru á baugi í löndunum þremur.