27.6.2014

Opinber heimsókn forseta danska þingsins

Mogens Lykketoft, forseti danska þingsins, verður í opinberri heimsókn á Íslandi 30. júní til 2. júlí 2014. Hann mun eiga fundi með Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, og fleiri forustumönnum í íslenskum stjórnmálum. Danski þingforsetinn fer til Vestfjarða á meðan á dvöl hans stendur og heimsækir meðal annars Ísafjörð og Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar.

Opinber_heimsokn