9.9.2014

Þingmannaráðstefna um norðurskautsmál

Dagana 9.-11. september 2014 fer fram þingmannaráðstefna um norðurskautsmál í Whitehorse í Kanada. Aðalumræðuefni ráðstefnunnar eru sjálfbær þróun á norðurskautssvæðinu, áskoranir varðandi umhverfismál og viðskiptatækifæri.


Jón Gunnarsson, formaður Íslandsdeildar þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál, Valgerður Bjarnadóttir og Líneik Sævarsdóttir sækja ráðstefnuna fyrir hönd Alþingis.