17.9.2014

Forseti þingsins í Wales, ásamt sendinefnd, í heimsókn á Íslandi

Forseti þingsins í Wales, Dame Rosemary Butler, er í heimsókn á Íslandi 17.-20. september, ásamt sendinefnd kvenþingmanna. Megintilgangur ferðarinnar er að kynna sér stöðu jafnréttismála á Íslandi og hlutdeild kvenna á opinberum vettvangi. Forseti þingsins í Wales


Sendinefndin frá þinginu í Wales mun eiga fund með Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, fulltrúum í allsherjar- og menntamálanefnd og Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Þá mun sendinefndin einnig hitta að máli fulltrúa frjálsra félagasamtaka og fræðasamfélagsins á vettvangi jafnréttismála.