12.10.2014

Þing Alþjóðaþingmannasambandsins í Genf

131. þing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) er haldið í Genf dagana 12.-16. október 2014.


Helstu umræðuefni þingsins verða jafnrétti kynjanna, baráttan gegn ofbeldi gegn konum í heiminum, fjárfestingar í ljósi sjálfbærrar þróunar og hlutverk þjóðþinga við að ná jafnvægi milli þjóðaröryggis og frelsis einstaklingsins.

Þingið sækja fyrir hönd Alþingis Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir og Valgerður Gunnarsdóttir.