24.10.2014

Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi 28.-30. október

66. þing Norðurlandaráðs verður haldið í sænska þinginu 28.-30. október 2014. Af hálfu Íslandsdeildar Norðurlandaráðs sækja Höskuldur Þórhallsson formaður, Elín Hirst, Guðbjartur Hannesson, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Róbert Marshall, Steingrímur J. Sigfússon og Valgerður Gunnarsdóttir þingið. Auk þess sækja forseti Alþingis, forsætisráðherra, samstarfsráðherra Norðurlanda og fagráðherrar úr ríkisstjórn Íslands Norðurlandaráðsþingið.


Helstu mál til umræðu á Norðurlandaráðsþinginu eru leiðtogafundur norrænna forsætisráðherra og stjórnarleiðtoga, utanríkis-, öryggis- og varnarmál, nýting sameiginlegra fiskstofna, viðurkenning Palestínu sem sjálfstæðs ríkis, norrænt sambandsríki, framkvæmd tilskipana Evrópusambandsins og kosning forseta og varaforseta Norðurlandaráðs 2015, en Ísland fer með formennsku í ráðinu á komandi starfsári. Verðlaun Norðurlandaráðs verða veitt í ráðhúsinu í Stokkhólmi í tengslum við þingið.