29.10.2014

Forseti Alþingis sækir Norðurlandaráðsþing 

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sækir 66. þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi 29. október 2014 ásamt öðrum norrænum þingforsetum.


Urban Ahlin, forseti sænska þingsins, býður norrænum þingforsetum til sérstaks fundar þar sem meðal annars verða til umræðu verður staða mála í Úkraínu að loknum þingkosningum, málefni norðurslóða, nýskipan Norðurlandaráðs og heimsráðstefna þingforseta sem haldin verður á næsta ári. 

Forseti Alþingis á sæti í undirbúningshópi ráðstefnunnar sem haldin verður á vegum Alþjóðaþingmannasambandsins í New York haustið 2015, í tengslum við leiðtogafund um framhald þúsaldamarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Nánari upplýsingar um Norðurlandaráðsþingið eru á vef Norðurlandaráðs