14.11.2014

Heimsókn varaforseta kínverska ráðgjafarþingsins

Varaforseti kínverska ráðgjafarþingsins, Du Qinglin, er í heimsókn á Íslandi ásamt sendinefnd dagana 14.-16. nóvember 2014 í boði forseta Alþingis. 

Du Qinglin mun meðan á heimsókn stendur eiga fundi með fulltrúum úr forsætisnefnd Alþingis og formanni utanríkismálanefndar, ásamt því að funda með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Varaforseti kínverska ráðgjafarþingsins mun einnig heimsækja Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum.