20.11.2014

Ársfundur NATO-þingsins

NATO-þingið kemur saman til ársfundar í Haag 21.–24. nóvember 2014. 

Á fundinum verða tekin til umræðu málefni sem eru ofarlega á baugi innan Atlantshafs­bandalagsins, t.d. ástandið í Úkraínu og aðgerðir NATO í Afganistan. Einnig verður rætt um ástandið í Sýrlandi og baráttuna gegn hryðjuverkum.
 
Þórunn Egilsdóttir, formaður Íslandsdeildar, Birgir Ármannsson og Össur Skarphéðinsson sækja fundinn af hálfu Íslandsdeildar NATO-þingsins.