20.11.2014

Fundur þingmannanefndar um norðurskautsmál í Helsinki 

Þann 20.–21. nóvember verður haldinn fundur þingmannanefndar um norðurskautsmál og málþing um öryggismál á norðurslóðum í Helsinki. 


Á fundunum verður m.a. rætt um umhverfismál, öryggismál með áherslu á leit og björgun, auk stefnu Finnlands í norðurskautsmálum. 

Jón Gunnarsson, formaður Íslandsdeildar, sækir fundinn fyrir hönd Alþingis.