28.11.2014

Heimsókn utanríkisráðherra Kanada

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, tók á móti utanríkisráðherra Kanada, John Baird, í Alþingishúsinu föstudaginn 28. nóvember. Utanríkisráðherrann átti einnig fund með utanríkismálanefnd Alþingis. Utanríkisráðherra Kanada er í heimsókn á Íslandi í boði utanríkisráðherra Íslands.