17.12.2014

Fundur þingmannanefndar EES

Þingmannanefnd EES kemur saman til fundar í Evrópuþinginu í Strassborg 17. desember. Á fundinum verður einkum fjallað um framkvæmd EES-samningsins og markmið ESB í orku- og loftslagsmálum fram til ársins 2030.

Fyrir hönd Íslandsdeildar þingmannanefnda EFTA og EES sækja fundinn þau Guðlaugur Þór Þórðarson formaður, Árni Páll Árnason, Katrín Jakobsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Willum Þór Þórsson.