27.1.2015

Janúarfundir Norðurlandaráðs

Janúarfundir Norðurlandaráðs verða haldnir á Álandseyjum dagana 26.-27. janúar. Af hálfu Íslandsdeildar Norðurlandaráðs sækja fundina Höskuldur Þórhallsson, formaður, Elín Hirst, Guðbjartur Hannesson, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Róbert Marshall, Steingrímur J. Sigfússon og Valgerður Gunnarsdóttir.

Ísland fer með formennsku í Norðurlandaráði á árinu 2015. Höskuldur Þórhallson er forseti ráðsins og Guðbjartur Hannesson varaforseti.