5.3.2015

Þingmannaráðstefna um sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu ESB

Þingmannaráðstefna um sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu ESB er haldin í Ríga 4.-6. mars 2015.


Ráðstefnan er haldin tvisvar á ári í þeim aðildarríkjum ESB sem fara með sex mánaða formennsku í ráðherraráði sambandsins. Meðal þess sem rætt verður á þingmannaráðstefnunni er stefna ESB gagnvart nágrannaríkjum í austri, samstarf ESB og NATO til þess að mæta nýjum öryggisógnum og ástandið í Miðausturlöndum. Federica Mogherini, utanríkismálastjóri ESB, og Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands, eru meðal þeirra sem ávarpa ráðstefnuna.
Af hálfu utanríkismálanefndar Alþingis taka Birgir Ármannsson formaður, Óttarr Proppé og Silja Dögg Gunnarsdóttir, þátt í ráðstefnunni.