12.3.2015

Forseti Alþingis viðstaddur hátíðarhöld í litháíska þinginu

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, var viðstaddur athöfn í litháíska þinginu í gær 11. mars 2015. Athöfnin var haldin í tilefni þess að 25 ár eru frá því að þingið samþykkti sjálfstæðisyfirlýsingu landsins þann dag árið 1990.

Til viðburðarins var meðal annars boðið forsetum þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja.

Forsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríka 2015

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson í hópi þingforseta Norðurlanda og Eystrasaltsríka við hátíðarhöldin í Litháen 11. mars 2015. ©Ilona Silenkova.