21.4.2015

Heimsókn varaforseta þjóðþings Svartfjallalands

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, tók á móti varaforseta þjóðþings Svartfjallalands, Branko Radulovic, í Alþingishúsinu í dag og átti með honum fund.

Radulovic er í vinnuheimsókn á Alþingi og átti einnig fundi með fulltrúum úr fjárlaganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og utanríkismálanefnd. Varaforseti þjóðþings Svartfjallalands