11.5.2015

Fjórða þingmannaráðstefna hinnar Norðlægu víddar

Alþingi stendur fyrir fjórðu þingmannaráðstefnu hinnar Norðlægu víddar í Hörpu 11. maí og hefst Ráðstefnan hefst kl. 9.00.

Meginþemu ráðstefnunnar verða áskoranir og tækifæri á sviði umhverfisvænnar orku, sjálfbær nýting lifandi sjávarauðlinda á norðurslóðum og jafnréttismál. Forseti Alþingis opnar ráðstefnuna og forseti Íslands tekur til máls í kjölfarið. Auk þess mun utanríkisráðherra ávarpa ráðstefnuna.

Norðlæga víddin er samstarfsvettvangur Evrópusambandsins, Íslands, Noregs og Rússlands um þróun mála í norðanverðri Evrópu. Vettvangurinn var settur á fót árið 1999 og umræðuvettvangur þingmanna svæðisins árið 2009. Þingmannaráðstefnan er haldin annað hvert ár af þjóðþingum aðildarríkjanna þriggja og Evrópuþinginu til skiptis.

Þátttakendur á ráðstefnunni eru þingmenn Alþingis, norska stórþingsins, Evrópuþingsins og rússneska þingsins auk þingmanna áheyrnaraðilanna Norðurlandaráðs, Vestnorræna ráðsins, Þingmannaráðstefnu um Norðurskautsmál, Eystrasaltsráðs, Eystrasaltsþingsins og Þingmannaráðstefnu Eystrasaltsins.