11.5.2015

Heimsókn utanríkismálanefndar til Washington

Utanríkismálanefnd Alþingis heimsækir Washington dagana 10.-13. maí 2015. Þar munu nefndarmenn eiga fundi með fulltrúum utanríkismálanefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins, utanríkisráðuneyti, varnarmálaráðuneyti, viðskiptafulltrúa, Alþjóðabankanum og hugveitunni Atlantshafsráðinu. Á fundunum verður m.a. fjallað um tvíhliða samskipti Íslands og Bandaríkjanna, málefni norðurslóða, öryggismál í Evrópu, viðskiptamál og þróunarmál.

Fyrir hönd utanríkismálanefndar taka þátt í heimsókninni Birgir Ármannsson formaður, Ásmundur Einar Daðason, Vilhjálmur Bjarnason, Elín Hirst, Óttarr Proppé, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Birgitta Jónsdóttir.