12.5.2015

Heimsókn Evrópu­mála­ráðherra Þýska­lands

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tók á móti Michael Roth, Evrópumálaráðherra Þýskalands, í Alþingishúsinu 12. maí 2015. Lagði forseti Alþingis áherslu á áframhaldandi gott samstarf Íslands og Evrópu á grundvelli EES-samningsins og þakkaði vináttu og góð samskipti við Þýskaland og þýska þingið.

Evrópumálaráðherra Þýskalands