1.6.2015

Vorfundur COSAC 31. maí – 2. júní

Fulltrúar Evrópunefnda þjóðþinga ESB-ríkjanna, samstarfsríkja og Evrópuþingsins koma saman til fundar í Riga 31. maí – 2. júní. Helstu dagskrárefni fundarins eru staða mála undir formennsku Letta í ráði ESB, staða þjóðþinga innan sambandsins eftir gildistöku Lissabon-sáttmálans, orkustefna ESB og yfirstandandi fríverslunarviðræður ESB og Bandaríkjanna (TTIP). 

Af hálfu utanríkismálanefndar munu Birgir Ármannsson, Óttarr Proppé og Silja Dögg Gunnarsdóttir sækja fundinn.