9.6.2015

Heimsókn framkvæmdastjóra Evrópuráðsins

Heimsókn framkvæmdastjóra Evrópuráðsins

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, tók í dag á móti Thorbjørn Jagland, framkvæmdastjóra Evrópuráðsins. Ræddu þeir meðal annars þátttöku Alþingis í starfi Evrópuráðsins og stöðu mála í Úkraínu. Hvatti Jagland til beinnar aðkomu þjóðþinga aðildarríkja Evrópuráðsins að eflingu lýðræðis og uppbyggingu stofnana í landinu. Þá gerði forseti Alþingis grein fyrir starfi nefndar um endurskoðun stjórnarskrár Íslands og drögum að siðareglum Alþingis sem byggja á fyrirmynd Evrópuráðsins.

Heimsókn framkvæmdastjóra Evrópuráðsins

Í gær átti Jagland fund með Íslandsdeild Evrópuráðsins þar sem málefni Úkraínu voru einnig á dagskrá. Jafnframt var rætt um stöðu Rússa í Evrópuráðinu, nýja viðbótarbókun við sáttmála Evrópuráðsins um forvarnir gegn hryðjuverkum og stöðu flóttamanna við Miðjarðarhaf.