10.6.2015

Heimsókn frá kínverska ráðgjafarþinginu

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, tók í dag á móti Ma Zhongping, formanni Shaanxi héraðsstjórnarinnar á kínverska ráðgjafarþinginu, sem er í kurteisisheimsókn á Íslandi ásamt sendinefnd.  Auk forseta Alþingis sat Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, fundinn.

Heimsókn frá kínverska ráðgjafarþinginuForseti Alþingis gerði grein fyrir stöðu mála í efnahag Íslands og áætlun um afnám hafta og tengda löggjöf sem kemur til kasta þingsins í dag.  Rætt var um samskipti Íslands og Kína, fjölþjóðlegt samstarf í málefnum norðurslóða, ásamt möguleikum á auknu samstarfi og viðskiptum, meðal annars á grundvelli fríverslunarsamnings milli þjóðanna.