25.9.2015

Heimsókn bandarískra öldungar­deildar­þingmanna

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tók ásamt fulltrúum þingflokka á móti sendinefnd þingmanna úr bandarísku öldungardeildinni í dag. 

Heimsókn bandarískra öldungardeildarþingmanna

Öldungardeildarþingmennirnir Lisa Murkowski frá Alaska, John Barrasso frá Wyoming, og Mike Rounds frá Suður-Dakóta, eiga allir sæti í þingnefnd um orkumál og auðlindanýtingu. Á fundinum ræddu þingmenn um reynslu Íslands af endurnýjanlegri orku og sameiginlega hagsmuni og samstarf Íslands og Bandaríkjanna á norðurslóðum.

Heimsókn bandarískra öldungardeildarþingmanna