8.10.2015

Norðurlandaráðsþing í Reykjavík í október 2015

67. þing Norðurlandaráðs verður haldið í Hörpu 27.–29. október 2015. Meginþema þingsins er norræn framtíðarsýn og alþjóðamál. Nánari upplýsingar um dagskrá þingsins og fleira er að finna á vef Norðurlandaráðs. Fundir í tengslum við þingið hefjast mánudaginn 26. október, meðal annars fundur um flóttamannavandann kl. 16.00.

Verðlaun Norðurlandaráðs

Handhafar verðlauna Norðurlandaráðs verða kynntir við verðlaunaafhendinguna í Hörpu 27. október kl. 19:30. Fimm verðlaun verða afhent: bókmenntaverðlaun, barna- og unglingabókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun og náttúru- og umhverfisverðlaun. Nánari upplýsingar, m.a. um tilnefningar, er að finna á vef Norðurlandaráðs.

Skráning fjölmiðlamanna til 23. október

Allir fjölmiðlamenn, sem vilja vera viðstaddir þingið og verðlaunaafhendingu, þurfa að skrá sig á vef Norðurlandaráðs fyrir 23. október, sjá nánari upplýsingar fyrir fjölmiðlafólk á vef Norðurlandaráðs.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs og formennska í Norðurlandaráði 2015

Höskuldur Þórhallsson er formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs og jafnframt forseti Norðurlandaráðs 2015.