30.1.2016

Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins

Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins fer fram í Grindavík 30.–31. janúar 2015. Aðalumræðuefni ráðstefnunnar er lýðræði á Vestur-Norðurlöndum með sérstaka áherslu á hlutverk þingmanna þegar kemur að málefnum norðurslóða. Leitast verður við að varpa ljósi á mikilvægi þess að þingmenn beiti sér í auknu mæli á sviði utanríkimála og möguleika þeirra til þess í málefnum norðurslóða, bæði innan þjóðþinga, gagnvart framkvæmdavaldinu og alþjóðlega.

Þátttakendur verða á sjötta tug, þar af 20 þingmenn frá Grænlandi, Færeyjum, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávarpar ráðið og gesti, ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Doris Jakobsen, heilbrigðis- og norðurlandamálaráðherra Grænlands, og Henrik Old, samgöngumálaráðherra Færeyja. 

Meðal fyrirlesara eru Dalee Sambo Dorough, lektor við Alaska-háskóla í Anchorage og stjórnarmaður í fastaráði Sameinuðu þjóðanna um málefni frumbyggja, Zlatko Sabic, prófessor við Ljubljana-háskóla, Magnús Jóhannesson, framkvæmdastjóri Norðurskautsráðsins, Valur Ingimundarson, prófessor við Háskóla Íslands, Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í málefnum norðurslóða og Aqqaluk Lynge, stjórnarmaður í Grænlandsdeild Samtaka inúíta á norðurslóðum (ICC). 

Þingmannanefnd um Hoyvíkursamninginn, fríverslunarsamning milli Íslands og Færeyja, fundar samhliða þemaráðstefnu en í henni sitja landsdeildir Íslands og Færeyja í Vestnorræna ráðinu.
Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, Páll Jóhann Pálsson varaformaður, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Páll Valur Pálsson og Haraldur Einarsson sækja ráðstefnuna fyrir hönd Alþingis. 

Samkomulag við Hringborð norðurslóða (Arctic Circle)

Vestnorræna ráðið undirritaði á ráðstefnunni samstarfssamkomulag við Hringborð norðurslóða (Arctic Circle) .Vestnorræna ráðið

Samkomulagið var undirritað af Lars-Emil Johansen, forseta Vestnorræna ráðsins, og Sigríði Blöndal, framkvæmdarstjóra Hringborðs norðurslóða. Samkomulagið felur í sér að Vestnorræna ráðið taki þátt á ársþingi Hringborðs norðurslóða auk annarra funda, ráðstefna og þinga sem haldin verða á Íslandi og í öðrum löndum. Ráðið getur jafnframt lagt fram hugmyndir og tillögur um málstofur og skipulagt verkefni milli ársþinga, t.d. samstarfsráð og nefndir.

30 ára afmæli Vestnorræna ráðsins þann 11. ágúst 2015