10.2.2016

Tíundi fundur sameiginlegrar þingmanna­nefndar Íslands og Evrópu­sambandsins

Sameiginleg þingmannanefnd Íslands og ESB

Tíundi fundur sameigin­legrar þingmanna­nefndar Íslands og Evrópu­sambandsins fór fram í Hörpu 9. febrúar. Fundurinn var jafnframt þrítugasti fundur Alþingis og Evrópuþingsins frá því reglulegt samstarf þinganna hófst árið 1987. 

Sameiginleg þingmannanefnd Íslands og ESBFundinum stjórnuðu Guðlaugur Þór Þórðarson fyrir hönd Alþingis og Jørn Dohrmann fyrir hönd Evrópuþingsins. Á fundinum var m.a. fjallað um samskipti Íslands og ESB, Schengen og flóttamannavandann í Evrópu, þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi vegna átakanna í Úkraínu, samstarf á sviði sjávarútvegs og fríverslunarviðræður ESB og Bandaríkjanna. 

Nánari upplýsingar um sameiginlega þingmannanefnd Íslands og ESB.

Sameiginleg þingmanannefnd Íslands og ESB