1.4.2016

Opinber heimsókn forseta þjóðþings Kýpur til Alþingis

Forseti þjóðþings Kýpur, Yiannakis L. Omirou, verður í opinberri heimsókn á Íslandi dagana 3.-5. apríl 2016, í boði Einars K. Guðfinnssonar, forseta Alþingis.

Forseti Kýpurþings mun eiga fundi með forseta Alþingis, forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Jafnframt er ráðgert að hann eigi fund með fulltrúum þingflokka og hitti forsætisnefndarmenn að máli.