23.5.2016

Heimsókn sendinefndar frá þýska Sambandsþinginu

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, tók í dag á móti sendinefnd þýskra þingmanna í vinahópi Þýskalands og Norðurlanda á þýska Sambandsþinginu. Forseti Alþingis átti fund með sendinefndinni í Alþingishúsinu.Sendinefnd frá þýska þinginuSendinefndin er í heimsókn á Íslandi frá 22.–25. maí og á auk fundar með forseta Alþingis fund með fulltrúum úr umhverfis- og samgöngunefnd, utanríkismálanefnd og efnahags- og viðskiptanefnd og formönnum þingflokka. Sendinefndin fundar einnig með forseta Íslands, fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og fleirum.