10.6.2016

Forseti Alþingis heimsækir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 13.–14. júní

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, heimsækir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 13.–14. júní 2016. Hann mun meðal annars eiga fund með Mogens Lykketoft, forseta allsherjarþingsins, og vera viðstaddur kosningu nýs forseta allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem fram fer mánudaginn 13. júní. 

Í framhaldi af heimsókn forseta Alþingis í höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna heldur Einar K. Guðfinnsson áfram til Kanada þar sem hann er heiðursgestur félags Vestur-Íslendinga í Winnipeg á þjóðhátíðardeginum 17. júní.


Einar K. Guðfinnsson og Mogens Lykketoft

Mogens Lykketoft, forseti allsherjarþingsins, og Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.