1.7.2016

Heimsókn breskra þingmanna

Þingmenn í vinahópi Íslands á breska þinginu eru í vinnuheimsókn á Íslandi 30. júní til 3. júlí 2016. Meðan á dvölinni stendur munu þeir eiga fund með Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, og hitta fulltrúa þingflokka á Alþingi að máli. Þá munu bresku þingmennirnir heimsækja forseta Íslands, hr. Ólaf Ragnar Grímsson, að Bessastöðum og eiga fund með Lilju Dögg Alfreðsdóttur utanríkisráðherra, Arnóri Sighvatssyni aðstoðarseðlabankastjóra og fá kynningu á íslenskum sjávarútvegi í HB Granda.

Vinnuheimsókn breskra þingmanna til Íslands