24.8.2016

Samúðarkveðjur frá forseta Alþingis til ítalska þingsins

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sendi í dag samúðarkveðjur til forseta beggja deilda ítalska þingsins. Í kveðjunni kemur fram að forseti Alþingis færir samstarfsfélögum í ítalska þinginu og ítölsku þjóðinni, fyrir hönd Alþingis, sínar dýpstu samúðarkveðjur. Hugur Íslendinga er hjá fórnarlömbum jarðskjálftanna, fjölskyldum þeirra og þeim sem sinna björgunarstörfum við erfiðar aðstæður.