23.9.2016

Fundur stjórnmála- og lýðræðisnefndar Evrópuráðsþingsins í Hörpu 26. september

Stjórnmála- og lýðræðisnefnd Evrópuráðsþingsins fundar í Hörpu 26. september nk. Fundinn sækja um 60 þingmenn frá 30 Evrópuríkjum. Meðal þeirra sem ávarpa fundinn eru Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, Karl Garðarsson, alþingismaður og formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og Pedro Agramunt, forseti Evrópuráðsþingsins. Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, heldur jafnframt erindi um vinnu að stjórnarskrábreytingum á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008.

Fundur stjórnmála- og lýðræðisnefndar Evrópuráðsþingsins í Hörpu 26. september©Pressphotos.biz

Hluti af fundinum verður tileinkaður herferð Evrópuráðsins #NoHateNoFear sem snýr að mikilvægi þess að berjast gegn hatursglæpum og hatursorðræðu í tengslum við baráttuna gegn hryðjuverkum. Norðmaðurinn Bjorn Ihler, sem lifði af fjöldamorðin í Útey árið 2011, segir frá reynslu sinni. Ihler starfar í dag sem aðgerðasinni og kvikmyndagerðamaður í baráttunni gegn ofbeldishneigðri öfgahyggju. 

Fyrsti hluti fundarins, frá kl. 09:30 til ca. 11:30, verður opinn fjölmiðlum, þ.e. upphafshluti fundarins og dagskrárliðurinn Terrorism: #NoHateNoFear. 

Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við Karl Garðarsson, formann Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, í síma 856-5050, eða Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur, ritara Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, í síma 691-0025.

Fundur stjórnmála- og lýðræðisnefndar Evrópuráðsþingsins í Hörpu 26. september©Pressphotos.biz