18.1.2017

Opinber heimsókn forseta finnska þingsins

Opinber heimsókn forseta finnska þingsins ©Bragi Þór Jósefsson.

Maria Lohela, forseti finnska þingsins, er í opinberri heimsókn á Íslandi 18.–20. janúar 2017 í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis. Á meðan heimsókn hennar stendur mun hún eiga fundi með forseta Alþingis og formönnum þingflokka, ásamt því að hitta forsætisnefnd Alþingis að máli. 

Opinber heimsókn forseta finnska þingsins ©Bragi Þór Jósefsson.

Þá mun forseti finnska þingsins heimsækja Bessastaði og eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Jafnframt fundar Lohela með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Finnland fagnar á þessu ári 100 ára afmæli sjálfstæðis og lýðveldisstofnunar og standa finnsk stjórnvöld fyrir ýmsum viðburðum af því tilefni, jafnt í Finnlandi sem annars staðar á Norðurlöndum. Fimmtudagskvöldið 19. janúar heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands tónleika, í samstarfi við aldarafmælisnefndina finnsku, þar sem finnsk tónverk verða í öndvegi.

frá Braga Þór Jósefssyni©Bragi Þór Jósefsson