2.2.2017

Heimsókn utanríkisráðherra Króatíu

Heimsókn utanríkisráðherra KróatíuUtanríkisráðherra Króatíu, Davor Ivo Stier, heimsótti Alþingi í dag. Hann átti fund með forseta Alþingis, Unni Brá Konráðsdóttur, og fulltrúum úr utanríkismálanefnd. Tilefni heimsóknarinnar er að 25 ár eru liðin síðan Ísland og Króatía tóku upp stjórnmálasamband. Króatía lýsti yfir sjálfstæði 1991 en Ísland var fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði þeirra.

Heimsókn utanríkisráðherra Króatíu