6.4.2017

Forseti þjóðþings Austurríkis í heimsókn á Íslandi

Doris Bures, forseti þjóðþings Austurríkis, er í heimsókn á Íslandi dagana 5.-9. apríl 2017, í boði Unnar Brár Konráðsdóttur, forseta Alþingis. Forseti austurríska þingsins átti í daga fund með forseta Alþingis og fulltrúum þingflokka, ásamt því að heimsækja forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessastaði og funda með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Samhliða heimsókn forseta austurríska þingsins er sendinefnd austurrískra þingmanna í vinnuheimsókn á Íslandi að kynna sér stöðu jafnréttismála.

Heimsókn forseta austurríska þingsins©Gunnar Geir Vigfússon