20.4.2017

Annette Lassen hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2017

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í dag, 20 apríl, á sumardaginn fyrsta. Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta.

Gerður Kristný rithöfundur var aðalræðumaður að þessu sinni. Hátíðarræða Gerðar Kristnýjar.

Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2017 féllu í hlut Annette Lassen, rannsóknardósents í norrænum bókmenntum við Árnasafn og Kaupmannahafnarháskóla. Annette hefur með kynningu á fornbókmenntunum haldið ríkulega á loft framlagi Íslands til heimsbókmenntanna. Hún hefur skipulagt fjölda ráðstefna, haldið fyrirlestra, skrifað fjölda greina og kynnt fornbókmenntir Íslendinga í fjölmiðlum. Þá ritstýrði hún, og þýddi að hluta, hinni dönsku útgáfu Íslendingasagnanna og þátta, sem var þjóðargjöf Íslendinga til Dana í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur í ár.

Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2017

 

Verðlaunahafinn, Annette Lassen, og forseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir.

Gerður Kristný flytur hátíðarávarp á Hátíð Jóns Sigurðssonar 2017

Gerður Kristný flytur hátíðarræðu á Hátíð Jóns Sigurðssonar 2017 .

Verðlaunin hafa áður hlotið:

  •  2016: Dansk-Islandsk Samfund
  • 2015: Sigríður Eyþórsdóttir, tónlistarmaður og kórstjóri.
  • 2014: Bertel Haarder, fyrrverandi menntamálaráðherra Danmerkur.
  • 2013: Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari.
  • 2012: Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus.
  • 2011: Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.
  • 2010: Søren Langvad, byggingarverkfræðingur og forstjóri.
  • 2009: Erik Skyum-Nielsen, bókmenntafræðingur og þýðandi.
  • 2008: Guðjón Friðriksson sagnfræðingur.

 

Alþingi veitir Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta í minningu starfa hans í þágu Íslands og Íslendinga. Þau hlýtur hverju sinni einstaklingur sem hefur unnið verk er tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þau verk geta verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála. Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar er að finna á vef Jónshúss